Eitthvað fallegt

by Eitthvað fallegt

/
 • Streaming + Download

  Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

    $10 USD  or more

   

 • Compact Disc (CD) + Digital Album

  The Eitthvað fallegt christmas album on CD form. Beautiful gift style design, with a little poster inside.

  Includes unlimited streaming of Eitthvað fallegt via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
  ships out within 3 days

    $18 USD or more 

   

1.
2.
3.
4.
03:20
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
03:15
12.
02:15
13.
03:37

about

Jólaplatan Eitthvað fallegt kom út 26. nóvember 2013 hjá Dimmu útgáfu.
Hópinn Eitthvað fallegt skipa þau Svavar Knútur, Kristjana Stefáns og Ragga Gröndal.

Platan er einföld og látlaus og er henni ætlað að vera hlýtt og fallegt inn í aðventuna hjá þeim sem kjósa slíka stemmningu.

Á plötunni eru sex sígild jólalög og sjö frumsamin jólalög eftir listamennina þrjá.

credits

released November 26, 2013

Upptökur fóru fram í Hljóðrita Hafnafirði dagana 18. og 19.september og í Eskihlíð 18.-20.október 2013.

Upptökumenn voru Guðmundur Pétursson, Birkir Rafn Gíslason og Svavar

Knútur Kristinsson

Útsetningar: Ragnheiður Gröndal, Svavar Knútur og Kristjana Stefáns

Hljóðblöndun og mastering: Jón Skuggi

Hönnun umslags: Högni Sigþórsson

Teiknuð mynd: Ragnheiður Lóa Ólafsdóttir

Útgáfa: Dimma 2013

Svavar Knútur: Söngur, gítar, Ukulele, Ukulele bassi, bakraddir Glockenspiel, Ikea stóll, Samheitaorðabók, tambúrína, blokkflautur og klapp.

Ragnheiður Gröndal: Söngur, píanó og raddir

Kristjana Stefáns: Söngur, raddir, ukulele, harmoníum, Ikea stóll, tambúrína, og hrista.

Vox Populi: kórsöngur.

Guðmundur Pétursson: Harmonium.

tags

license

all rights reserved

about

Eitthvað fallegt Reykjavik, Iceland

contact / help

Contact Eitthvað fallegt

Streaming and
Download help

Track Name: Nóttin var sú ágæt ein
Nóttin var sú ágæt ein,
í allri veröld ljósið skein,
það er nú heimsins þrautarmein
að þekkja' hann ei sem bæri.
:,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

Í Betlehem var það barnið fætt,
sem best hefur andar sárin grætt,
svo hafa englar um það rætt
sem endurlausnarinn væri.
:,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

Fjármenn hrepptu fögnuð þann,
þeir fundu bæði Guð og mann,
í lágan stall var lagður hann,
þó lausnarinn heimsins væri.
:,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

Lofið og dýrð á himnum hátt
honum með englum syngjum þrátt,
friður á jörðu og fengin sátt,
fagni því menn sem bæri.
:,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:
Track Name: Bestu stundirnar
Bestu stundirnar
(Kristjana Stefánsdóttir/Bergur Þór Ingólfsson)

Ég sit hér ein og er að bíða eftir þér
þú kemur heim til mín á jóladag.
Rifja upp allar bestu stundirnar
og hlusta á gamalt jólalag.

Bestu stundirnar
get ég fundið hvar
hittumst við.
Já, bestu stundirnar
get ég fundið hvar
hittumst við
og höldum jólasið.

Þá eru jólin.. úúú
mér efst í hug.
Því þarna um jólin... úúú
fyrir áratug
tókst líf mitt loksins á flug
Með þér þá tók ég á flug

Jólabarnið lifir enn í hjarta mér
og syngur með er heyrir jólalag.
Þeim getur ennþá fjölgað bestu stundunum ...
Því þú kemur heim á jóladag.
Track Name: Hin fyrstu jól
HIN FYRSTU JÓL
Ingibjörg Þorbergs/Kristján frá Djúpalæk

Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg,
í dvala sig strætin þagga.
Í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga.
Öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarns vagga.

Og stjarna skín gegnum skýjahjúp
með skærum lýsandi bjarma.
Og inn í fjárhúsið birtan berst
og barnið réttir út arma,
en móðirin, sælasti svanni heims
hún sefur með bros um hvarma.

Og hjarðmaður birtist, um húsið allt
ber höfga reykelsisangan.
Í huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifarstrangann.
Svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.
Track Name: Jólakveðja
Jólakveðja
Ragnheiður Gröndal/ Jóhannes úr Kötlum

Það gengur stundum svo margt að mér
að myrkvast hin bjarta sól
en veistu þegar hjá þér ég er
að þá eru alltaf jól.

Ó, vertu ekki döpur vina mín
þú veist að ég er hjá þér
og hugsa alltaf jafn hlýtt til þín
hvert á land sem ég fer.

Hið heilaga kvöldið kveikir þú
á kertum við rúmið mitt
þá líð ég til þín í ljóssins trú
og loga, við hjarta þitt.

Og Jesús gefur þér gleði og frið
og guðdómlegt frelsi sitt
og englarnir syngja um sakleysið
við sólelska barnið mitt.

Og þegar að lífi lýkur hér
við leitum í sama skjól
þá verð ég hjá þér og þú hjá mér
og þá verða alltaf jól.
Track Name: Hátíð fer að höndum ein
Hátíð fer að höndum ein
Þjóðlag/Jóhannes úr Kötlum

Hátíð fer að höndum ein
hana vér allir prýðum
lýðurinn tendri ljósin hrein
líður að tíðum
líður að helgum tíðum

Gerast mun nú brautin bein
bjart í geiminum víðum
ljómandi kerti á lágri grein
líður að tíðum
líður að helgum tíðum

Sæl mun dilla silkirein
syninum undurfríðum
leið ei verður þá lundin nein
líður að tíðum
líður að helgum tíðum

Stjarnan á sinn augastein
anda mun geislum blíðum
loga fyrir hinn litla svein
líður að tíðum
líður að helgum tíðum

Heimsins þagna harmakvein
hörðum er linnir stríðum
læknast og þá hin leyndu mein
líður að tíðum
líður að helgum tíðum.
Track Name: Í nótt er foldin skyggð
Í nótt er foldin skyggð
Svavar Knútur

Í nótt, í nótt er foldin skyggð,
og geislar sólar dvína.
Þó myrkur hylji heimsins byggð,
mun hjartans ljósið skína.

Er norðanvindur nístir sál,
og næturkuldinn bítur,
mun áfram brenna hjartans bál,
þá birtu aldrei þrýtur.

Og mitt hjarta er rótt þegar dimmust verður nótt,
því ég veit þá lýsa stjörnurnar skærast.
Og brátt veitist skjól þegar heilög koma jól,
vonum okkar vísar ljósið skærast.

Kom öll, kom eitt á vinamót
og kærleiksorða njótum.
Þá burt við þrífum sálarsót
og sorgarmúra brjótum.
Track Name: Maríukvæði
Maríukvæði
Atli Heimir Sveinsson/Halldór Laxness

Hjálpa þú mér helg og væn,
himnamóðirin bjarta:
legðu mína bljúgu bæn
barninu þínu að hjarta.
Þá munu ávalt grösin græn
í garðinum skarta,
í garðinum mínum skarta.

Bænheit rödd mín biður þín,
blessuð meðal fljóða;
vertu æ uns ævin dvín
inntak minna ljóða;
móðir guðs sé móðir mín
og móðir þjóða,
móðir allra þjóða.

Kenn mér að fara í för þín ein,
fram að himnaborðum,
leiddu þennan litla svein,
líkt og son þinn forðum.
Líkt og Krists sé heyrn mín hrein
að hlýða orðum,
hlýða þínum orðum.
Track Name: Klukkur Klingja
Klukkur klingja
Ragnheiður Gröndal

Jólanna hátíð hefst í dag
Úr lofti ég fanga lítið lag
Jólabarnið færir gleði og frið
Anda okkar nærir, fögnum við

Á jólum þínum fyrstu skaltu fá
Glás af gjöfum mömmu og pabba frá
Jafnvel þó þú skiljir ekki en
Út á hvað þau ganga fyrir guð og menn

Heyrðu klukkur klingja
og innhringja jólin okkar þá
Jólaljósin björtu
lýsa upp hjörtu helgri nóttu á
Klukkur klingja
Börnin syngja stór og smá

Jólanna hátíð hefst í dag
Í höfði mér ómar lítið lag
Hugur leitar hærra uppávið
Stjörnur á himni dansa hlið við hlið

Jólin þín fyrstu koma brátt
Hugur þinn opin hjartað smátt
Lítill þú skilur ekki en
Út á hvað þau ganga fyrir guð og menn

Heyrðu klukkur klingja
og innhringja jólin okkar þá
Jólaljósin björtu
lýsa upp hjörtu helgri nóttu á
Klukkur klingja
Börnin syngja stór og smá
Track Name: Jólin alls staðar
Jólin alls staðar
Jón Sigurðsson/Jóhanna G. Erlingsson

Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.
Jólaklukka boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.
Track Name: Ég þigg þennan pakka
Ég þigg þennan pakka
(Kristjana Stefánsdóttir/Bergur Þór Ingólfsson)

Pakkinn sem er
næst hjartanu á mér,
dálítið beyglaður,
lætur lítið yfir sér.

En hann er frá þér
og merki þess ber,
með smáum fingrum föndraður,
af kærleikanum ger.

Ég þigg þennan pakka
sem þú vilt gefa mér.
Ég þigg hann og þakka
það sem þú gefur mér.

Þótt svartast sé skammdegi
af sálu skín sól.
Þín undurljúfa einlægni
býr til heilög jól.

Pakkinn sem er
næst hjartanu á mér
hann er búinn til úr ástinni
sem býr í hjarta þér.

Ég þigg þennan pakka
sem þú vilt gefa mér.
Ég þigg hann og þakka
það sem þú gefur mér.
Track Name: Jólaþankar
Lag: Ragga Gröndal
Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Þú nefnir orð. Ég segi jólasveinn.
Þú hugsar: Snjór. Ég les í klakabönd.
Og yfir hvelfist vetrarhiminn sem er undarlega stór.
Við erum saman og við göngum hönd í hönd.

Ég bið um hljóð. Þú raular gamalt lag.
Mig dreymir frið. Þú skrifar stjörnublik.
Og fyrir dyrum stendur hátíð sem er heilög gleðistund.
Við greiðum englahár og teiknum strik við strik.

Við skulum muna þetta leynda lífsins undur
með ljós og von sem snertir barnsins hjarta.
Í heimsins jötu liggur hugmynd og við óskum þess
að eignast leiðarstef um framtíðina bjarta.

Þú sendir kort. Ég hlusta á fréttirnar.
Svo hljómar kór og gamalt tré er skreytt.
En úti í löndum geisar ennþá grimm og blóðug orrahríð.
Við biðjum guð að vernda okkur öll sem eitt.
Track Name: Höldum Jól
Höldum jól
Svavar Knútur

Glatt er geð í desember,
gnægtarborðin svigna.
Njótum við þá nálgast fer
Nóttin ljúfa og lygna.

Enginn grætur, allt er hljótt,
yndislega jólanótt.
Ljúfu börnin liggja í sæng,
lúra undir móðurvæng.

Höldum jól með hreinni sál,
hjálpum þeim sem líða.
Kveður heimsins kuldabál
kærleiks höndin blíða.
Track Name: Jólagjöfin
Jólagjöfin
Gustav Holst/Sverrir Pálsson

Vetrardaginn dimma dapur vindur hvín
Freðna jörðu felur fannhvít mjallarlín
Skýjahrannir hylja himinljósin björt
Nú fer senn að nálgast nóttin svört

Gerast allt í einu undur dásamleg
Stjörnuleiftur lýsa langt í austurveg
Ótal englaraddir hljóma blítt og þýtt
Friður yfir öllu allt er nýtt

Fjármenn glaðir finna fæddann bjartan svein
Hann er heimsins barna hjálparvonin ein
Liggur lágt í jötu ljós úr augum skín
Elska hans til okkar aldrei dvín

Get ég goldið honum gulls ég fór á mis
Myrru á ég enga né ilminn reykelsis
Eina gjöf þá get ég gefið nú og hér
Hjarta barns sem býr í brjósti mér